Valsarar hneykslaðir á sölu Viktors Sig til Fram
Baldur Þorgilsson)

Viktor Sigurðsson (Baldur Þorgilsson)

Óvænt tíðindi bárust úr Olís-deild karla í gærkvöldi þegar Reykjavíkurstórveldin, Fram og Valur tilkynntu bæði á samfélagsmiðlum sínum sölu Vals á leikstjórnandanum Viktori Sigurðssyni til Íslands- og bikarmeistara Fram.

Þar var einnig tekið fram að skipti Viktors væru gengin í garð og Viktor væri orðinn leikmaður Fram.

Viktor var á sínu þriðja tímabili með Val eftir að hafa komið til félagsins frá ÍR sumarið 2023.

Hlutverk Viktors hefur verið misjafnt eftir mánuðum og þjálfurum en bæði meiðsli hans og meiðsli annarra lykilmanna Vals hafa haft áhrif á spil mínútur Viktors hjá Val.

Framarar hafa verið í vandræðum með að fylla skarð Reynis Þórs Stefánssonar besta leikmann Olís-deildarinnar frá síðustu leiktíð sem gekk í raðir Melsungen í sumar. Auk þess fór Tryggvi Garðar Jónsson til Alpla Hard í Austurríki. Meiðsli leikmanna hafa síðan ekki hjálpað til en Magnús Öder Einarsson verður ekkert með Fram næstu mánuðina og þá hafa Dánjal Ragnarsson og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson sem komu til Fram fyrir stuttu báðir meiðst.

Þá sleit Marel Baldvinsson einn efnilegasti leikmaður liðsins krossband í upphafi tímabils.

Segja má að með komu Viktors til Fram eru Framarar að leysa þónokkurn vanda bæði varnar og sóknarlega hjá liðinu en liðið er í 9.sæti deildarinnar með sex stig að loknum sjö umferðum.

Stuðningsmenn og fyrrum stjórnarmenn hjá Val undrast hinsvegar á sölu Viktors enda Valur einnig í meiðslavandræðum og töpuðu í síðustu umferð gegn KA en Valur er ekki með nema einungis átta stig í 4.sæti deildarinnar, tveimur stigum meira en Fram.

Hörður Gunnarsson fyrrum formaður Vals skrifar við færslu Vals þar sem félagið tilkynnir sölu Viktors. ,,Gáfulegt af okkur að leysa vanda helstu andstæðinganna?"

Ómar Sigurðsson stuðningsmaður Vals til fjölda ára segist ekki skilja þessa ákvörðun. ,,Ég næ þessu ekki alveg. Gat þetta ekki beðið til vors."

Handknattleiksþjálfarinn Karl Erlingsson sem hefur víða komið við á ferlinum og hefur undanfarin ár verið með einstaklingsþjálfun hjá Val tekur undir. ,,Stórfurðulegt dæmi."

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top