Viktor Sigurðsson (Fram)
Viktor Sigurðsson sem keyptur var til Fram frá Val í gærkvöldi verður ekki löglegur með liðinu í Evrópuleik kvöldsins gegn Elverum. Þetta herma heimildir Handkastsins. Framarar gerðu sér vonir um að Viktor yrði löglegur í leiknum í kvöld en ekki náðist að skila inn tilteknum gögnum fyrir tækatíð. Fyrsti leikur Viktors með Fram verður því í Olís-deild karla næstkomandi laugardag þegar Fram fer í Kórinn og heimsækir þar funheita HK-inga. Leikur HK og Fram fer fram á laugardaginn klukkan 14:30. Bæði lið eru með sex stig að loknum sjö umferðum og því mikið undir hjá báðum liðum. Í millitíðinni mætir Fram norska liðinu Elverum á heimavelli í Úlfarsárdalnum í kvöld klukkan 18:45. Handkastið hvetur alla til að fjölmenna í Úlfarsárdalinn í kvöld. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu hjá Livey. Sjá einnig:
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.