Gott dagsverk hjá heimamönnum á Seltjarnarnesi
Eyjólfur Garðarsson)

Þórður Magnús Árnason Grótta (Eyjólfur Garðarsson)

Grótta fékk HBH frá Vestmannaeyjum í heimsókn í kvöld á Seltjarnarnesi í Grill 66 deild karla.

Grótta stjórnaði ferðinni frá upphafsflauti til lokaflauts að langmestu leyti. Þó voru HBH yfir í hálfleik 15-16.

Í seinni hálfleik setti Grótta svo í auka gír og vann sannfærandi sigur. 34-27 urðu lokatölur.

Hjá Gróttu dreifðist markaskorunin mjög jafnt en Gunnar Hrafn Pálsson og Sigurður Finnbogi Sæmundsson urðu markahæstir með 6 mörk. Markvarslan skilaði þeim 11 boltum vörðum.

Hjá Eyjapeyjunum í HBH var Egill Oddgeir Stefánsson markahæstur með 7 mörk. Markvarslan skilaði 12 boltum vörðum hjá þeim.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top