Sagður vera á leið frá PSG til Skjern
Alexandre Martins / DPPI via AFP)

Jacob Holm (Alexandre Martins / DPPI via AFP)

Danski leikstjórnandinn, Jacob Holm, sem leikið hefur með Paris Saint Germain frá árinu 2023 hyggst samkvæmt heimildum Rygtebørs snúa aftur til Danmerkur næsta sumar.

Samkvæmt Rygtebørs er talið að Holm hafi þegar náð samkomulagi við danska úrvalsdeildarfélagið, Skjern Håndbold og að samningurinn sé þegar undirritaður. 

Jacob Holm er uppalinn hjá Skjern en fór ungur að árum til Ribe-Esbjerg og lék þar í fimm ár áður en hann fór til Fuchse Berlín. Holm var í Berlín frá 2018-2023 áður en hann fór til Parísar.

Holm hefur áður verið hluti af danska landsliðsins og tekið þátt í þeim ótrúlega árangri sem landsliðið hefur náð með bæði HM-gull og Ólympíusilfri á ferlinum.

Jacob Holm varð þrítugur í byrjun september mánaðar en Skjern hefur verið í miklu veseni það sem af er þessu tímabili en liðið skipti um þjálfara í byrjun október mánaðar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top