Sjáðu Einar Braga taka þrjár gabbhreyfingar í sama markinu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Einar Bragi Aðalsteinsson (Raggi Óla)

Mark Einars Braga Aðalsteinssonar í leik Kristianstad og Sesvete í 2.umferð Evrópudeildarinnar í gær hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum keppninnar.

Króatíska liðið Sesvete og Kristianstad gerðu jafntefli í leiknum 32-32 en Einar Bragi og félagar eru með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Markið sem Einar Bragi skoraði í upphafi leiks í stöðunni 2-2 hefur vakið athygli þar sem hann tekur þrjár gabbhreyfingar í sama markinu. Fyrst þykist hann ætla senda boltann niður í horn, síðan þykist hann ætla senda boltann aftur til baka á miðjumanninn áður en hann snýr boltanum síðan framhjá markverði Sesvete.

Þetta var fyrsta og eina mark Einars Braga í leiknum.

Mark Einars Braga má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 17
Scroll to Top