Sjáðu ótrúlegt sigurmark Gróttu frá miðju
Eyjólfur Garðarsson)

Tómas Bragi Starrason - Grótta (Eyjólfur Garðarsson)

Grótta og Fjölnir áttust við í stórleik 7.umferðar í Grill66-deild karla síðastliðið föstudagskvöld þar sem Grótta hafði betur með minnsta mun 29-28.

Grótta mætir HBH í 8.umferð Grill66-deildarinnar í kvöld klukkan 18:30.

Grótta hafði mikla yfirburði í leiknum lengi vel en ótrúleg seigla í liði Fjölnis skilaði sér í því að liðið jafnaði metin í stöðunni 28-28 þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum.

Á þeim tíma voru Fjölnismenn í undirtölu og tóku þá ákvörðun að taka Berg Bjartmarsson markvörð liðsins útaf vellinum meðan Fjölnir var í sókn.

Grótta nýtti sér það, Hannes Pétur Hauksson í marki Gróttu var fljótur að sækja boltann í markið. Kastaði boltanum á línumanninn, Tómas Braga Starrason sem var fljótur að taka miðjuna og skaut frá miðjunni í tómt mark Fjölnismanna og tryggði Gróttu sigurinn.

Tómas Bragi gekk í raðir Gróttu frá Fjölni í sumar.

Mark Gróttu og loka sekúndur leiksins er hægt að sjá hér að neðan.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top