Danmörk (Ritzau Scanpix via AFP)
Marcus Midtgaard leikmaður Skjern sem nýverið var valinn í danska landsliðið af Nicolej Jacobsen landsliðsþjálfara Danmerkur spilar ekkert meira á þessu tímabili. Marcus sem er fæddur árið 2000 og var einn af þremur nýliðum í landsliðshópi Danmerkur frá heimsmeistaramótinu í Króatíu í janúar sleit krossband á dögunum. Meiðsli hans útiloka hann því frá keppni það sem af er þessu ári og einnig frá þáttöku með danska landsliðinu sem leikur á æfingamótinu, Golden League í Noregi þar næstu helgi. ,,Þetta er sorglegt á mjög óheppilegum tíma, en ég er líka glaður að loksins liggi skýrt fyrir hvað amar að. Nú bíður endurhæfingarferli og svo ég verð klár eftir jólin,” sagði Marcus Midtgaard sem sleit aftara krossband og mun ekki gangast undir aðgerð. Að sögn sjúkraþjálfara liðsins, Hans Jensen, þarf ekki að græða liðinn – næstu mánuðir fara í öfluga endurhæfingu og ættu Midtgaard að geta tekið aftur þátt í fyrri hluta leiktíðarinnar. Þetta er enn einn leikmaðurinn úr danska landsliðshópnum sem hefur lent í meiðslum. Áður sama dag kom í ljós að einnig Lasse Møller hefur meiðst en hann var ásamt Marcusi einn af þremur nýliðum í danska hópnum frá HM í janúar.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.