Carlos Martin Santos (Sigurður Ástgeirsson)
Carlos Martin Santos þjálfari Selfoss sagði í viðtali við Handkastið eftir tap liðsins gegn Þór í nýliðaslag Olís-deildarinnar í kvöld að liðið hafi gert of mörg klaufaleg mistök í leiknum. Selfoss þurfti að sætta sig við þriggja marka tap gegn Þór á Akureyri í kvöld 28-31. Staðan í hálfleik var 15-15. Selfoss hefur nú tapað þremur leikjum í röð í deildinni og er í 11.sæti deildarinnar með fimm stig. Viðtali við Carlos Martin Santos má sjá hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.