Bjarni Fritzson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Handkastið ræddi gengi ÍR-inga í síðasta þætti sínum en ÍR hefur einungis náð í 1 stig í fyrstu 7 leikjum tímabilsins og eini sigur þeirra kom í bikarkeppninni gegn Þór. Stymmi Klippari sagði vera búinn að panta Skólphreinsun Ásgeirs til að kíkja í heimsókn í Skógarselið. ,,Þeir komast ekki fyrr en á föstudaginn þannig þetta mun því ekki kicka inn í leiknum gegn Val í kvöld." Arnar Daði velti fyrir sér afhverju skólpið væri á leiðinni í Breiðholtið og sagði Stymmi að hélsta ástæðan fyrir því væri andleysi og léleg byrjun á mótinu. ,,Eftir fínt tímabil í fyrra finnst mér þeir vera ólíkir sjálfum sér og ég held að Bernard og Baldur hafi gott af því að fá strákana í heimsókn til sín og taka aðeins til." 4 marka tap liðsins gegn Fram var kornið sem fyllti mælinn hjá Stymma því loktölur gefi alls ekki rétta mynd af leiknum þar sem megnið af mörkum ÍR koma í lokin í þessum svokölluðu ruslmínútum en Fram var á tímabili 10 mörkum yfir. Það verður spennandi að sjá hvort Skólphreinsun Ásgeirs nái að gera það sama fyrir ÍR-inga og þeir gerðu fyrir HK fyrir nokkrum vikum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.