ÍR hefur gott af því að fá þá í heimsókn til sín
Egill Bjarni Friðjónsson)

Bjarni Fritzson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Handkastið ræddi gengi ÍR-inga í síðasta þætti sínum en ÍR hefur einungis náð í 1 stig í fyrstu 7 leikjum tímabilsins og eini sigur þeirra kom í bikarkeppninni gegn Þór.

Stymmi Klippari sagði vera búinn að panta Skólphreinsun Ásgeirs til að kíkja í heimsókn í Skógarselið. ,,Þeir komast ekki fyrr en á föstudaginn þannig þetta mun því ekki kicka inn í leiknum gegn Val í kvöld."

Arnar Daði velti fyrir sér afhverju skólpið væri á leiðinni í Breiðholtið og sagði Stymmi að hélsta ástæðan fyrir því væri andleysi og léleg byrjun á mótinu. ,,Eftir fínt tímabil í fyrra finnst mér þeir vera ólíkir sjálfum sér og ég held að Bernard og Baldur hafi gott af því að fá strákana í heimsókn til sín og taka aðeins til."

4 marka tap liðsins gegn Fram var kornið sem fyllti mælinn hjá Stymma því loktölur gefi alls ekki rétta mynd af leiknum þar sem megnið af mörkum ÍR koma í lokin í þessum svokölluðu ruslmínútum en Fram var á tímabili 10 mörkum yfir.

Það verður spennandi að sjá hvort Skólphreinsun Ásgeirs nái að gera það sama fyrir ÍR-inga og þeir gerðu fyrir HK fyrir nokkrum vikum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top