Nikola Radovanovic (Egill Bjarni Friðjónsson)
Nýliðaslagur Olís deildarinnar fór fram á Akureyri í kvöld þegar Þórsarar fengu Selfyssingar í heimsókn til sín. Selfyssingar voru með 5 stig fyrir leikinn með Þór sat í 11.sæti með 4 stig og vantaði nauðsynlega sigur eftir að hafa ekki unnið leik síðan í 1.umferð. Þór byrjaði fyrri hálfleikinn betur og voru komnir með 3 marka forskot um miðbik hálfleiksins og munaði mikið um markvörslu Nikola Radovanovic sem var frábær á þessum kafla og varði 6 skot á fyrstu mínútum leiksins. Selfoss náði þó að klóra í bakkann fyrir lok fyrri hálfleik og var staðan jöfn í hálfleik 15-15. Síðari hálfleik byrjaði líkt og sá fyrri og voru Þórsarar búnir að ná undirtökunum í leiknum fljótlega. Þegar um 20 mínútur voru af leiknum tók við gífurlega góður kafli Þórsarar sem komust mest 8 mörkum yfir þegar staðan var 28-20. Þór slakaði svo aðeins á klónni undir restina og var þriggja marka sigur raunin 31-28. Með sigrinum fer Þór fyrir ofan Selfoss í deildinni og eru komnir í 10.sætið meðan Selfoss færist niður í það 11. með 5 stig. Brynjar Hólm Grétarsson og Oddur Gretarsson voru markahæstir í liði Þór með 8 mörk en hjá Selfoss var Hannes Höskuldsson markahæstur eins og svo oft áður í vetur með 7 mörk. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.