Mikil eftirvænting fyrir deildarleik í Danmörku
HENNING BAGGER / Ritzau Scanpix via AFP)

Juri Knorr (HENNING BAGGER / Ritzau Scanpix via AFP)

Það er mikill áhugi fyrir komandi leik þegar nýliðar HØJ  tekur á móti Álaborg í Brøndby Hallen á laugardag. 

Félagið gaf út tilkynningu á fimmtudaginn þar sem félagið segir að sala á miðum hafi nú farið yfir 2.500 og vegna mikils aðsóknar hafi ákveðið verið að opna fleiri svæði í höllinni til að taka á móti fleiri áhorfendum.

Samkvæmt upplýsingum sem Handkastið fann á netinu tekur Brøndby Hallen 4.500 manns í sæti en HØJ  ákvað að flytja leikinn í höllina úr sinni eigin höll ef höll skal kalla sem rúmar ekki nema um 200 manns.

HØJ  eru engir venjulegir nýliðar því með liðinu leika stórstjörnu á borð við Michael Damgaard, Hans Lindberg, Linus Arnesson, Hampus Wanne og Þjóðverjinn Till Klimpe er í markinu fyrrum markvörður Wetzlar.

Þá hefur félagið gefið það út að Jannick Green og Lasse Andersson frá PSG og Fuchse Berlín ganga í raðir félagsins næsta sumar.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 á morgun.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top