Petar Jokanovic frá næstu vikurnar
Eyjólfur Garðarsson)

Petar Jokanovic Pavel (Eyjólfur Garðarsson)

Petar Jokanovic markvörður ÍBV verður frá keppni næstu vikurnar samkvæmt heimildum Handkastsins. Petar fór meiddur af velli í sigri liðsins gegn Aftureldingu í 7.umferð Olís-deildarinnar síðustu helgi.

Petar meiddist aftan í læri er hann var að verjast vítakasti Aftureldingar. Samkvæmt heimildum Handkastsins er gert ráð fyrir því að Petar verði frá í 3-5 vikur í það minnsta.

ÍBV tekur á móti KA í lokaleik 8.umferðarinnar en tveir leikir fara fram í Olís-deildinni í dag.

Morgan Goði Garner kom með góða innkomu í leiknum gegn Aftureldingu og mun því eiga sviðið í leiknum í dag en Eyjamenn eru ekki á flæði skeri staddir í markvarðarmálunum því gera má ráð fyrir því að Sigurmundur Gísli Unnarsson kemur sennilega inn í hópinn.

Morgan Goði er fæddur árið 2008 og Sigurmundur Gísli er fæddur árið 2009. Sigurmundur var í íslenska landsliðinu skipað leikmönnum 2008 og yngri á Ólympíuhátíð æskunnar í sumar þar sem íslenska liðið sótti gullið.

Laugardagur:
14:30 HK - Fram
15:00 ÍBV - KA 

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top