Sá leikmaður sem hefur komið hvað mest á óvart í vetur
Skapti Hallgrímsson /Akureyri.net)

Brynjar Hólm Grétarsson (Skapti Hallgrímsson /Akureyri.net)

Það var nýliðaslagur í Olís-deild karla í gærkvöldi þegar Þór og Selfoss áttust við í Höllinni á Akureyri. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Þórsarar töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik og uppskáru sanngjarnan þriggja marka sigur 31-28.

Brynjar Hólm Grétarsson hefur ferið besti leikmaður Þórs á tímabilinu að mati Handkastsins og hann var frábær í leiknum í gær. Rætt var um frammistöðu Brynjars Hólms í nýjasta þætti Handkastsins.

Arnar Daði Arnarsson þáttastjórnandi Handkastsins segir að spilamennska Brynjars Hólms hafi komið sér hvað mest á óvart yfir öllum frammistöðum leikmanna vetrarins.

,,Hann er lykilmaður bæði í vörn og sókn hjá Þór. Ég hélt að hann væri ekki með skrokk í það að geta verið að skjóta yfir 10 sinnum á markið leik eftir leik,” sagði Arnar Daði.

Einar Ingi Hrafnsson gestur þáttarins tók undir þau orð og benti á að Brynjar Hólm hafi skorað átta mörk í leiknum í gær.

,,Það er það sem hann hefur verið að skila í flestum leikjum. Hann hefur verið algjör lykilmaður hjá þeim sóknarlega og ég tala nú ekki um þegar Hafþór datt út, þá þurfti hann að stíga ennþá meira upp. Ég get alveg tekið undir, hann er jákvæðasti punkturinn bæði í Þórsliðinu og út frá því sem maður hélt og bjóst við í deildinni.”

,,Tölfræðin segir að hann sé með tíu sköpuð færi í leik. Hann er algjör lykilmaður í þessu Þórsliði. Vonandi helst hann heill, því Þórsarar þurfa á því að halda,” bætti Stymmi klippari við.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top