Segist hafa gert mistök á undirbúningstímabilinu
Sævar Jónsson)

Bjarni Fritzson (Sævar Jónsson)

Handkastið hefur mikið rætt um frammistöðu ÍR í Olís-deild karla en liðið er enn í leit af sínum fyrsta sigri eftir átta leiki á tímabilinu.

Liðið situr sem fastast á botni deildarinnar með eitt stig eftir jafntefli gegn Selfossi í 2.umferðinni. 

Í Handboltahöllinni í síðustu viku sagði Einar Ingi Hrafnsson að hann héldi að undirbúningstímabilið hjá ÍR hafi ekki verið nægilega gott.

Bjarni Fritzson þjálfari ÍR var í viðtali við Handkastið eftir eins marks tap liðsins gegn Val í 8.umferð Olís-deildarinnar í gær þar sem hann var spurður út í stigasöfnun liðsins hingað til. Þar kom hann inn á undirbúningstímabilið hjá liðinu og hann hafi gert mistök.

,,Ef við horfum á þetta allt þá gerði ég mistök undir lokin á undirbúningstímabilinu. Við vorum að fá Baldur til baka eftir meiðsli og við hefðum átt að hvíla hann lengur,” sagði Baldur og hélt áfram.

,,Við vorum bara ekki nægilega tilbúnir í byrjun og það er mér að kenna. Ég gerði mistök í undirbúningnum sem varð til þess að við vorum ekki komnir almennilega í okkar rythma þegar mótið byrjaði.”

,,Við þurfum í grunninn að trúa á okkur sjálfa og trúa á þann leikstíl sem við ætlum að spila í ÍR og þann leik sem við spilum. Síðan þurfum við að halda áfram að gera vinnuna. Þessi leikur gegn Val gefur strákunum mikið sjálfstraust, sérstaklega seinni hálfleikurinn. Ég er sannfærður um það að við náum því runni eftir landsleikjapásuna,” sagði Bjarni Fritz. þjálfari ÍR í viðtali við Handkastið í gærkvöldi.

Viðtalið við Bjarna Fritz má sjá hér.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top