Ágúst Jóhannsson (Sævar Jónasson)
Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals var sáttur með fyrri hálfleik síns liðs þegar að þeir tóku á mót ÍR í N1 Höllinni að Hlíðarenda í gærkvöldi. Valsmenn leiddu með átta mörkum í fyrri hálfleik og benti allt til þess að þeir myndu bæta ofan á forystuna en það reyndist ekki vera. ÍR-ingar komu með rosalegan endasprett og voru hársbreidd frá því að stela stigi. Ágúst ræddi við Handkastið að leiks lokum og er viðtalið eftirfarandi:

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.