Ætla að senda landsliðsstrákana á landsliðsæfingarnar í vikunni
Eyjólfur Garðarsson)

Baldur Fritz Bjarnason (Eyjólfur Garðarsson)

Bjarni Fritzson þjálfari ÍR var harðlega gagnrýndur af Handkastinu á síðustu leiktíð þegar leikmenn hans sem valdir voru á yngri landsliðsæfingar mættu ekki á æfingarnar sem þeir höfðu verið valdir á.

Í kjölfarið ákváðu þjálfarar landsliðsins, þeir Heimir Ríkarðsson og Maksim Akbachev að velja engan ÍR-ing í lokahóp landsliðsins sem fór á HM í sumar.

Um er að ræða leikmenn fædda 2006 og 2007. Nú er komið að landsliðsviku hjá A og yngri landsliðum Íslands og var Bjarni Fritzson spurður að því eftir tap liðsins gegn Val á fimmtudaginn hvernig hann hyggist ætla nýta landsleikjapásuna í Olís-deildinni.

,,Við ætlum að senda meiri hlutann af okkar strákum í landsliðið. Það er voða lítið hægt að gera þegar þeir eru allir í burtu en við munum kannski anda og síðan halda vinnunni áfram sem verða hjá okkur og síðan koma landsliðsstrákarnir til baka,” sagði Bjarni Fritzson.

Ágúst Jóhannsson og Maksim Akbachev eru þjálfarar U20 ára landsliðsins og völdu þá Jökul Blöndal, Bernard Kristján Darkoh, Nathan Helga Doku og Baldur Fritz Bjarnason í æfingahópinn sem kemur saman í vikunni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top