Þorgeir Bjarki Davíðsson (Eyjólfur Garðarsson)
Í dag komu Mosfellingarnir í Hvíta Riddaranum í heimsókn á Seltjarnarnesið og léku við Gróttu í Grill 66 deild karla. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Grótta voru ekki alveg klárir í slaginn í byrjun leiks og lentu þeir 0-4 undir. Og út fyrri hálfleikinn fundu þeir ekki fjölina sína. Arfaslakur fyrri hálfleikur hjá Gróttu en að sama skapi Hvíti Riddarinn að gera vel. Í hálfleik var staðan 14-17.
Í seinni hálfleik kom greinilega allt annað Gróttu lið til leiks og náðu þeir m.a 7-1 kafla í upphafi seinni hálfleiks. Þeir litu aldrei um öxl eftir það og kláruðu leikinn 32-28.
Tómas Bragi Lorriaux var markahæstur hjá Gróttu með 9 mörk. Hannes Pétur Hauksson varði 13 skot í rammanum hjá þeim.
Hjá Hvíta Riddaranum var Aron Valur Gunnlaugsson markahæstur með 11 mörk og Sölvi Þór Daníelsson átti flottan leik í markinu með 18 skot varin.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.