ÍBV upp að hlið KA eftir sigur í Eyjum
Eyjólfur Garðarsson)

Sveinn Jose Rivera (Eyjólfur Garðarsson)

ÍBV tók á móti KA í lokaleik 8.umferð í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum í dag.

Bæði lið komu inn í leikinn í góðu formi eftir sigur í síðustu umferð.

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og voru markmenn beggja liða ekki að finna sig en ÍBV voru á Petar Jokanovic í dag sem meiddist gegn Aftureldingu í síðustu umferð.

Eyjamenn voru þó alltaf skrefinu á undan í fyrri hálfleik og fór Andri Erlingsson þar fremstur en hann skoraði 6 mörk í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 18-17 fyrir ÍBV.

Síðari hálfleik var keimlíkur þeim fyrri þar sem Eyjamenn höfðu frumkvæðið framan af en KA voru aldrei langt undan þó þeir hafi lent mest 3 mörkum undir.

Þegar rúmar 5 mínútur voru eftir af leiknum voru ÍBV 34-31 yfir og virtist allt stefna í þægilegan sigur en þá kom áhlaup hjá KA mönnum sem minnkuðu muninn í 1 mark, 34-33. Þeir fengu tækifæri til að jafna leikinn þegar Bruno Bernat varði víti frá Elís Þór en Arnór Ísak fékk dæmd á sig skref þegar hann datt.

Eyjamenn komu leiknum aftur í 2 mörk þegar Sveinn José skoraði af línunni. KA menn náðu aftur að minnka muninn í 1 mark en Elís Þór gerði svo út um leikinn og 36-34 sigur Eyjamanna staðreynd.

Með sigrinum jafna ÍBV KA að stigum og eru bæði lið með 10 stig eftir 8.umferðir og sitja í 3-5.sæti deildinnar.

Andri Erlingsson og Elís Þór Aðalsteinsson voru frábærir í liði ÍBV í dag með 11 mörk hvor og Bjarni Ófeigur Valdimarsson var á eldi hjá KA Með 16 mörk og 7 stoðsendingar.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top