Blær Hinriksson ((Leipzig)
Í dag fóru fram tveir leikir í þýsku úrvalsdeildinni fram, þar sem þrír íslendingar voru í eldlínunni. Fyrri leikur dagsins fór fram þegar að lærisveinar Arnórs Þórs í Bergischer tóku á móti Blæ Hinriks og félögum í svokölluðum botnslag. Leikurinn var járn í járn allan leikinn þar sem staðan í hálfleik var 14-15 Leipzig í vil. Í seinni hálfleik höfðu Bergischer yfir höndina en misstu tveggja marka forskot og endaði leikurinn með jafntefli 28-28. Blær Hinriksson skoraði 2 mörk og lagði upp 3. Noah Beyer skoraði 8 mörk í liði Bergischer. Seinni leikur dagsins fór fram þegar að Melsungen bauð liði Lemgo í heimsókn. Jafnræði var með liðunum til að byrja með, en á 23. Mínútu fékk Timo Kastening í liði Melsungen rautt spjald. Í hálfleik var staðan 12-10. Í seinni hálfleik komu Melsungen sterkari út og voru með yfirhöndina allan leikinn. Þeir unnu loks sex marka sigur 28-22. Arnar Freyr skoraði 1 mark úr einu skoti. Tim Suton var atkvæðamestur í liði Lemgo með 8 mörk og lagði upp 2 mörk. Úrslit dagsins: Bergischer-Leipzig 28-28 Melsungen-Lemgo 28-22

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.