KA með ákveðin skilaboð inn í deildina
Skapti Hallgrímsson /Akureyri.net)

Morten Boe Linder (Skapti Hallgrímsson /Akureyri.net)

Óvæntustu úrslit 7.umferðarinnar í Olís-deild karla komu fyrir norðan þegar KA vann sannfærandi sigur á Val á heimavelli 33-28 en sigurinn var fjórði sigurleikur KA í Olís-deildinni í röð auk þess sem liðið vann ÍBV 2 í bikarnum.

Rætt var um frammistöðu KA og þá helst þeirra Giorgi og Bjarna Ófeigs sem áttu stórleik í leiknum í Handboltahöllinni í Sjónvarpi Símans. KA er í 2-3.sæti deildarinnar með tíu stig og fer til Vestmannaeyja í dag og mætir þar ÍBV klukkan 15:00.

,,KA voru stórkostlegir í þessum leik og þeir eru öflugir. Þeir eru að koma með ákveðin skilaboð inn í deildina að það þarf að taka þá mjög alvarlega,” sagði Einar Ingi Hrafnsson sérfræðingur Handboltahallarinnar.

Vignir Stefánsson tók undir orð Einars og færði athyglina að Bjarna Ófeig Valdimarssonar eins besta leikmanns Olís-deildarinnar hingað til í vetur.

,,Mér fannst Bjarni líka bara klókur. Það hefur verið mikil athygli á honum, hann hefur verið markahæsti leikmaður liðsins í nánast öllum leikjum liðsins. Mér finnst hann var klókur, hann er að velja mikið sóknarlega og það er mikil ábyrgð á honum. Hann er með fullt af sköpuðum færum. Mér fannst þetta þroskuð frammistaða hjá honum.”

Einar Ingi var sammála Vigni og bætti við:

,,Það mæðir einnig mikið á honum varnarlega og hann hefur verið markahæstur sóknarlega. Mér finnst aðdáunarvert hvernig hann er að koma inn í tímabilið eftir að hafa verið meiddur eiginlega allt síðasta tímabil.”

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top