Arnór Viðarsson (Eyjólfur Garðarsson)
Í dag fóru fram fjöldinn allur af leikjum í bæði bikarkeppninni í Svíþjóð, karla megin sem og í úrvalsdeildinni kvenna megin en alls voru sex Íslendingalið að spila í dag. Við byrjum í bikarnum en þar fóru fram fyrri leikirnir í átta liða úrslitunum. Amo unnu góðan fimm marka útisigur á Tyresö, 37-42 og eru í góðum séns á því að komast í final four í Svíþjóð. Arnar Birkir Hálfdánsson komst ekki á blað fyrir gestina að þessu sinni. Í Gautaborg fór fram Íslendingaslagur þegar Sävehof tók á móti Karlskrona. Heimamenn voru sterkari í dag en þeir unnu góðan sigur 39-35 þar sem Birgir Steinn Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Sävehof á meðan Arnór Viðarsson skoraði sjö mörk fyrir gestina. Seinasti leikurinn í bikarnum fór fram í Kristianstad þegar heimamenn unnu frábæran sigur á Hammarby en Hammarby eru á toppi deildarinnar. Lokatölur urðu 36-32 en Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði ekki mark fyrir heimamenn að þessu sinni. Í kvennadeildinni tóku meistararnir í Skara á móti Kungälvs, þær unnu góðan sigur 31-22 en Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fjögur mörk úr sex skotum ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði eitt mark úr tveimur skotum og gaf tvær stoðsendingar. Kristianstad tók á móti Önnereds í seinni leiknum í dag en þar voru gestirnir flottir og unnu góðan sigur, 30-34. Berta Rut Harðardóttir var sem fyrr í liði Kristianstad en hún skoraði fjögur mörk úr fimm skotum og gaf eina stoðsendingu. Úrslit dagsins: Tyresö 37-42 Amo Sävehof 39-35 Karlskrona Kristianstad 36-32 Hammarby Skara 31-22 Kungälvs Kristianstad 30-34 Önnereds

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.