Norðurlöndin: Sigur og jafntefli hjá Íslendingunum í Danmörku
(Kristinn Steinn Traustason)

Kristján Örn Kristjánsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Þrír leikir fóru fram í efstu deild karla í Danmörku en tvö Íslendingalið áttu leik. Ringsted unnu góðan heimasigur á Nordsjælland, 37-34. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði eitt mark úr einu skoti fyrir heimamenn á meðan Ísak Gústafsson skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum og bætti við einni stoðsendingu fyrir heimamenn. Ringsted fór upp í tíunda sæti með sigrinum.

Skanderborg gerðu jafntefli í hörkuleik við Sønderjyske á heimavelli, lokatölur 36-36. Kristján Örn Kristjánsson var sem fyrr atkvæðamikill hjá heimamönnum en hann skoraði fimm mörk úr átta skotum og bætti við þremur stoðsendingum. Kristján Örn og félagar sitja í þriðja sæti deildarinnar.

Seinasti leikur dagsins var svo á milli HØJ Elite og meistaranna í Álaborg. Meistararnir voru of sterkir fyrir heimamenn og unnu góðan sigur, 28-32. Álaborg áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eða átján stig að loknum níu umferðum.

Úrslit dagsins:

Ringsted 37-34 Nordsjælland

Skanderborg 36-36 Sønderjyske

HØJ Elite 28-32 Aalborg

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top