Stefán Magni Hjartarson (Raggi Óla)
Hægri hornamaður Aftureldingar, Stefán Magni Hjartarson var ekki með liðinu í fjögurra marka sigri liðsins gegn Stjörnunni í 8.umferð Olís-deildar karla í Garðabænum í gærkvöldi. Afturelding var 16-12 yfir í hálfleik og hafði betur að lokum 35-31 eftir endurkomu Stjörnunnar í seinni hálfleik sem höfðu jafnað metin. Afturelding reyndist sterkari á lokasprettinum. Athygli vakti að Stefán Magni var ekki í leikmannahópi Aftureldingar í leiknum. ,,Það þarf að koma í ljós með Stefán Magna hversu alvarleg meiðslin eru. Það er erfitt að segja það á þessari stundu. Hann fékk eitthvað í lærið og það verður metið betur eftir helgi hversu lengi hann verður frá,” sagði Stefán Árnason þjálfari toppliðs Aftureldingar í samtali við Handkastið. Afturelding er á toppi Olís-deildarinnar með jafn mörg stig og Haukar eftir átta leiki. 8.umferðin í Olís-deild karla lýkur í dag með tveimur leikjum. Klukkan 14:30 mætast HK og Fram í Kórnum og klukkan 15:00 mætast ÍBV og KA í Vestmannaeyjum. Við tekur síðan landsleikjapása en 9.umferðin í Olís-deild karla hefst 6. nóvember með fjórum leikjum. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.