Viktors Sig sýning í Kórnum
Sævar Jónasson)

Viktor Sigurðsson (Sævar Jónasson)

HK tóku á móti Fram í Kórnum í dag í 8.umferð Olísdeildar karla.

Viktor Sigurðsson var í leikmannahóp Fram en hann kom til liðsins fyrr í vikunni frá Val og átti eftir að setja mark sitt á leikinn.

Frammarar mættu tilbúnir til leiks og tóku strax undirtökin í Kórnum og voru þeir komnir 5 mörkum yfir eftir korters leiks og var augljóst í hvað stefndi í dag.

Munurinn var kominn í 9 mörk þegar flautað var til hálfleiks og leiddu Fram 12-21 og virtist Evrópuleikurinn á þriðjudaginn sitja mikið í þeim.

Fram hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og er óhætt að segja að innkoma Viktors Sigurðssonar hafi gert mikið fyrir þá í dag. Viktor gerði sér lítið fyrir og skoraði 9 mörk og gaf þess að auki 9 stoðsendingar til liðsfélaga sinna í dag.

Lokatölur í leiknum urðu 29-40 Fram í vil og 11 marka sigur staðreynd. Sigurinn lyfti Fram upp í 7.sæti deildinnar og tveir sigurleikir komnir í röð í deildinni. Sigurhrina HK var loksins stöðvuð eftir þrjá sigurleiki í röð og sitja þeir í 9.sæti.

Rúnar Kárason virtist njóta sín vel með frænda sér við hlið og skoraði 8 mörk í dag og Breki Hrafn Árnason kom með góða innkomu í lið Fram og varði 12 skot.

Ágúst Guðmundsson var öflugur í liði HK og skoraði 9 mörk.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top