Króatíski markvörðurinn sagður vera á leið til Magdeburg
Damir SENCAR / AFP)

Dominik Kuzmanovic (Damir SENCAR / AFP)

Króatíski markvörðurinn, Dominik Kuzmanovic er sagður vera búinn að skrifa undir samning við Evrópumeistarana í Magdeburg.

Kuzmanovic er á sínu öðru ári hjá þýska liðinu Gummersbach þar sem hann hefur leikið undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar.

Kuzmanovic gekk í raðir Gummersbach frá króatíska liðinu Nexe en segja má að hann hafi slegið í gegn á Heimsmeistaramótinu í heimalandi sínu í janúar á þessu ári er Króatía fór alla leið í úrslitaleikinn undir stjórn Dags Sigurðssonar.

Nú er því haldið fram að næsti áfangastaður króatíska markvarðarsins verði Magdeburg.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top