Carlos Ortega (ANDRZEJ IWANCZUK / NurPhoto via AFP)
Carlos Ortega þjálfari spænska stórliðsins Barca óttast að nýja fyrirkomulagið sem evrópska handknattleikssambandið kynnti í vikunni fyrir Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina sem tekur gildi á næstu leiktíð gæti gert mótið óútreiknanlegt og óréttlát ef ekki verðið komið á skýru kerfi varðandi styrkleika liðanna. Ortega óttast að niðurröðun í fjögurra liða riðlanna gæti orðið ósanngjörn og gæti haft þau áhrif að sterk lið detti úr leik strax í upphafi mótsins. Sjá frétt um nýtt mótafyrirkomulag Meistaradeildarinnar. ,,Ég hef kynnt mér nýja fyrirkomulagið en ég veit ekki hvernig niðurröðunin í riðlakeppnina verður háttað. Það er mikilvægt, því ef það verður ekki, þá getur Champions League orðið mjög hættuleg,“ sagði Ortega í samtali við spænska blaðið Mundo Deportivo. „Þú gætir lent í því að tvö stór lið lendi í sama riðli og detti út strax í fyrstu umferð. Það yrði vont fyrir bæði íþróttina og mótið,“ bætti hann við. EHF hefur tilkynnt að keppnin muni stækka úr 16 þátttakendum í 24 lið. Í nýja fyrirkomulaginu munu sex riðlar með fjórum liðum berjast um sæti í annarri riðlakeppni þar sem tólf lið keppast í tveimur sex liða riðlum áður en farið verður í útsláttarkeppni sem endar í Final4 í Köln. Vegna þess að sterkar þjóðir eins og Þýskaland, Frakkland, Danmörk og Ungverjaland munu líklega fá fleiri sæti, hræðist Ortega að styrkleikajafnvægið geti raskast í niðurröðun riðlanna. Mundo Deportivo gerði grófa áætlun hvernig riðill Barca gæti liðið út í nýju fyrirkomulagi miðað við stöðu liðanna í Evrópu í dag. Þar lenti Barcelona í riðli með liðum eins og Vive Kielce, Kolstad Handball og Ystads IF HF og það styður áhyggjur þjálfarans. EHF mun að öllum líkindum ákveða endanleg viðmið um niðurröðun og úthlutun sæta á fundi í desember. Fram að þeim tíma stendur Carlos Ortega sem einn áhrifamesti röddin sem minnir sambandið á að spennan megi ekki koma á kostnað íþróttalegrar sanngirni.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.