Sonurinn hafði betur gegn pabbanum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

 (Aðsend)

Torfi Geir Halldórsson leikmaður Fram í Olís-deild karla mætti föður sínum í 8.umferð Olís-deildar karla í gær þegar Fram heimsótti HK í Kórinn. Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari HK er faðir Torfa Geirs.

Torfi Geir og félagar hans í Fram unnu sannfærandi sigur í leiknum með ellefu mörkum 40-29.

Torfi Geir tók fram handboltaskóna í sumar eftir að hafa reynt fyrir sér í knattspyrnu síðustu ár en Torfi Geir var á tíma talinn einn efnilegasti handboltamaður landsins. Hann er uppalinn hjá Fram og hóf óvænt að byrja æfa handbolta á nýjan leik í sumar.

Torfi Geir hefur verið að spila varnarleik fyrir Fram í upphafi tímabils. Torfi Geir og Halldór Jóhann eru ekki einu feðgarnir í Olís-deildinni. Hjá ÍR þjálfar Bjarni Fritzson son sinn, Baldur Fritz. Sömu sögu er að segja í Kaplakrika þar sem Sigursteinn Arndal þjálfar son sinn Brynjar Narfa Arndal og í Eyjum þjálfar góðvinur Handkastsins, Erlingur Richardsson son sinn Andra Erlingsson. Svo má ekki gleyma Jóhanni Inga Guðmundssyni markmannsþjálfara Vals en sonur hans, Gísli Rúnar Jóhannsson er leikmaður Aftureldingar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 31
Scroll to Top