Þýsku meistararnir verða fyrir áfalli – Frá út tímabilið
Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Mathias Gidsel - Füchse Berlin (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Þýsku meistarnir í Fuchse Berlin urðu fyrir miklu áfalli er Fabian Wiede sleit krossband í hægra hné og mun ekki spila meira á þessum tímabili.

Fabian Wiede varð fyrir meiðslunum í vikunni er liðið vann Veszprém í 6.umferð Meistaradeildarinnar í Ungverjalandi.  Wiede meiddist strax á tíu mínútu leiksins. 

Þjálfari Berlínarliðsins og íþróttastjórinn, Nicolej Krickau segir þetta mikið áfall fyrir liðið. 

Fuchse Berlín eru í baráttunni á mörgum stöðum og eru að missa mikilvægan leikmann í Wiede sem er þeim mikilvægur á báðum endum vallarins.

Fuchse Berlín fær Einar Þorstein Ólafsson og félaga í Hamburg í heimsókn í dag í þýsku úrvalsdeildinni. Berlínarliðið er með 14 stig að loknum níu leikjum á meðan Hamburg er með níu stig eftir jafn marga leiki.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top