Var næstum tekinn við sænsku úrvalsdeildarliði
(EHF)

Ágúst Jóhannsson ((EHF)

Ágúst Þór Jóhannsson var gestur í Aukakastinu á dögunum þar sem hann fór yfir ferilinn bæði sem leikmaður og þjálfari.

Þar greindi hann frá því að hann var mjög nálægt því fyrir um 3 árum að taka við liði í sænsku úrvalsdeildinni.

,,Mig langaði í það starf, það var karlalið Lugi og við vorum tveir eftir í ráðningarferlinu þar en það endaði svo með því að þeir völdu hinn aðilann."

Ágúst segist hafa verið orðinn mjög spenntur fyrir þvi starfi og hafi farið út til þess að skoða aðstæður hjá liðinu. ,,Þetta var á þeim tíma sem Ásdís dóttir mín var með samning við kvennaliðið og við sáum alveg fyrir okkur að flytja þarna öll út."

Ágúst segir það alveg ennþá inn í myndinni að fara erlendis að þjálfa en hann sé mjög sáttur í dag sem þjálfari karlaliðs Vals.

Allan þáttinn með Ágústi má hlusta á hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top