Hákon Garri með 14 mörk í sigri Selfyssinga
(Sigurður Ástgeirsson)

Hákon Garri Gestsson ((Sigurður Ástgeirsson)

Hvíti Riddarinn fékk Selfoss 2 í heimsókn í kvöld í Myntkaup höllina í Mosfellsbæ í Grill 66 deild karla.

Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og voru alltaf skrefi á undan. Í hálfleik var staðan 16-21 fyrir Selfoss.

Í seinni hálfleik héldu þeir áfram uppteknum hætti og var sigurinn aldrei í hættu. Sannfærandi og öruggur sigur hjá gestunum frá Selfossi.

Adam Ingi Sigurðsson var markahæstur hjá Hvíta Riddaranum með 10 mörk. Sölvi Þór Daníelsson varði 9 skot.

Hjá Selfossi var Hákon Garri Gestsson markahæstur með 14 mörk. Ísak Kristinn Jónsson varði 13 skot í markinu hjá þeim.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top