Haukur í liði umferðarinnar eftir stórleik gegn Stuttgart
Tom Weller / AFP)

Haukur Þrastarson (Tom Weller / AFP)

10.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar lauk nú um helgina þegar að Flensburg vann góðan sigur á liði Erlangan. Flensburg er á toppi deildarinnar með 18 stig en Magdeburg fylgir fast á hæla þeirra í 2.sæti með 17 stig.

Daikin Handball gaf út lið umferðarinnar og lítur það svona út:

Kristian Sæverås(Göppingen)

Kristian Sæverås markvörður og liðsfélagi Ýmis Arnar í Göppingen átti flotta umferð þegar að lið hans sigraði Wetzlar á útivelli. Kristian varði 14 bolta(36%) í marki Göppingen og skoraði 1 mark.

Emil Jakobsen(Flensburg)

Vinstri hornarmaðurinn Emil Jakobsen átti fínan leik þegar Flensburg sigraði Erlangan með sex mörkum 36-30. Emil skoraði 6 mörk úr 7 skotum og gaf 2 stoðsendingar.

Simone Mengon(Stuttgart)

Somone Mengon vinstri skytta Stuttgart átti fínan leik þegar að lið hans tapaði gegn Löwen. Mengon skoraði 5 mörk ásamt því að hafa gefið 6 stoðsendingar.

Haukur Þrastarson(Rhein-Neckar Löwen)

Haukur Þrastarson átti stórkostlegan leik þegar að lið hans Rhein-Neckar Löwen sigraði Stuttgart með fjórum mörkum 38-34. Haukur skoraði 14 mörk þar af 5 af vítalínunni og gaf 6 stoðsendingar í leiknum.

Mathias Gidsel(Füchse Berlin)

Mathias Gidsel og félagar töpuðu óvænt á heimavelli gegn Hamburg með eins marks mun 38-39. Mathias átti hinsvegar afar góðan leik þar sem hann skoraði 10 mörk og 3 stoðsendingar.

Lucas Krzikalla(Leipzig)

Lucas Krzikalla hægra hornarmaður Leipzig átti góðan leik þegar að lið hans gerði jafntefli í svokölluðum botnslag gegn Bergischer um helgina. Lucas Krzikalla skoraði 9 mörk úr 10 skotum.

Johannes Golla(Flensburg)

Johannes Golla línumaður Flensburg átti góðan leik þegar að Flensburg sigraði Erlangan á heimavelli með sex marka mun. Johannes Golla skoraði 8 mörk úr 8 skotum ásamt því að hafa gefið 1 stoðsendingu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top