Andri Snær Sigmarsson (Grótta
Andri Snær Sigmarsson, tvítugur markmaður frá Vestmannaeyjum hefur samið við Gróttu um að leika með liðinu næstu 2 árin.
Hann hefur verið að æfa með liðinu að undanförnu og tekið þátt í 5 leikjum í Grill 66 deildinni.
Þess má til gamans geta að hann er sonur Sigmars Þrastar Óskarssonar sem var frábær markmaður á árum áður með ÍBV, KA og Íslenska landsliðinu. Einnig á hann 2 eldri systkini sem einnig hafa leikið í stöðu markvarðar.
"Andri Snær er góð viðbót við Gróttuliðið og myndar öflugt þriggja manna markvarðateymi með Hannesi Pétri Haukssyni og Þórði Magnúsi Árnasyni“ kemur meðal annars fram í tilkynningu frá Gróttu.
Grótta er í harðri toppbaráttu við Víking um að komast beint upp í Olís deildina. Víkingur er í efsta sæti með 17 stig eftir 9 leiki en Grótta er með 16 stig.
Grótta og Víkingur mætast 12. desember í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.