U20 ára landsliðið mætir Grænlandi tvívegis í vikunni
HSÍ)

U19 karla (HSÍ)

Íslenska U20 ára landslið karla kemur saman til æfinga á morgun undir stjórn Ágústs Jóhannssonar og Maksim Akbachev.

Framundan er æfingavika auk tveggja æfingaleikja við landslið Grænlands.

Æfingaleikirnir við Grænland fara fram á fimmtudagskvöld og á laugardag en leikurinn á fimmtudag fer fram í Safamýri á meðan leikurinn á laugardaginn fer fram í Víkinni.

Íslenska U20 ára landsliðið hefur náð góðum árangri á stórmótum síðustu tvö sumur en leikurinn á fimmtudaginn hefst klukkan 19:30 og á laugardaginn klukkan 13:30.

Hér má sjá hópinn sem Ágúst Jóhannsson og Maksim Akbachev völdu fyrir verkefnið.

Markmenn:

Jens Sigurðarson, Valur

Hannes Pétur Hauksson, Grótta

Sigurjón Bragi Atlason, Afturelding

Aðrir leikmenn:

Andri Erlingsson, ÍBV

Antonie Óskar Pantano, Grótta

Ágúst Guðmundsson, HK

Baldur Fritz Bjarnason, ÍR

Bernard Kristján Owusu Darkoh, ÍR

Bessi Teitsson, Grótta

Dagur Árni Heimisson, Valur

Dagur Leó Fannarsson, Valur

Daníel Montoro, Valur

Elís Þór Aðalsteinsson, ÍBV

Garðar Ingi Sindrason, FH

Harri Halldórsson, Afturelding

Haukur Guðmundsson, Afturelding

Ingvar Gunnarsson, FH

Jens Bragi Bergþórsson, KA

Jökull Blöndal Björnsson, ÍR

Leó Halldórsson, Afturelding

Max Emil Stenslund, Fram

Nathan Helgi Doku, ÍR

Stefán Magni Hjartarson, Afturelding

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top