Brynjar Vignir Sigurjónsson (Raggi Óla)
Brynjar Vignir Sigurjónsson markvörður HK vonast til að geta spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið í Olís-deildinni í næstu umferð þegar HK heimsækir nýliða Selfoss í 9.umferð Olís-deildar karla. Brynjar Vignir varð fyrir því óláni að meiðast í æfingaleik HK gegn Stjörnunni á undirbúningstímabilinu og hefur ekkert getað spilað með HK eftir að hann gekk í raðir félagsins frá Aftureldingu í sumar. ,,Ég er á fullu í sjúkraþjálfun og er að bíða eftir grænu ljósi að byrja að æfa. Ef allt gengur eftir verð ég klár eftir landsleikjahlé. Við erum að stefna á það,” sagði Brynjar Vignir í samtali við Handkastið. Brynjar Vignir varð fyrir því óláni að ristarbrotna í æfingaleiknum gegn Stjörnunni í ágúst mánuði.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.