Finnst það ekkert hjálpa hinum leikmönnunum
Sævar Jónasson)

Blær Hinriksson Benedikt Marínó Herdísarson (Sævar Jónasson)

Stjarnan hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Olís-deild karla gegn Haukum og Aftureldingu og sitja í 7.sæti deildarinnar eftir átta umferðir.

Hörður Magnússon þáttastjórnandi Handboltahallarinnar sem sýnd er í Sjónvarpi Símans öll mánudagskvöld velti þeirri spurningu fyrir sér og sérfræðingum sínum hvort Stjörnumenn væru að tala of mikið um það hverja vantar í liðið.

Svo virðist hinsvegar vera að hvorki Hörður Magnússon né sérfræðingar hans, Rakel Dögg Bragadóttir og Ásbjörn Friðriksson hafi verið undirbúin fyrir þessa umræðu því þau voru ekki alveg með það á hreinu hvaða leikmenn hafa vantað í lið Stjörnunnar í síðustu leikjum.

,,Þeir eru auðvitað að glíma við meiðsli en eins og mörg önnur lið í deildinni. Auðvitað er risastórt högg að missa Tandra út. Þeirra leiðtogi og þeirra hjarta í vörninni. Það er klárt mál að það hefur mikil áhrif en þeir eru með góða leikmenn og þeir verða að vera fljótir að aðlaga sig," sagði Rakel Dögg meðal annars.

,,Manni finnst það ekkert hjálpa hinum leikmönnunum og liðinu að vera tala mikið um þetta. Ég veit ekkert hvort þeir séu að tala mikið um þetta eða umræðan almennt," sagði Ásbjörn Friðriksson sem fór svo að þilja upp að það vantaði Svein Andra og markvörð Stjörnunnar, Adam Thorstensen.

Sérfræðingar Handboltahallarinnar virðast ekki vera með það alveg á hreinu hverja hefur vantað í leikmannahóp Stjörnunnar því í ofan á lag hefur færeyski vinstri hornamaðurinn, Jóhannes Björgvin verið frá í síðustu leikjum auk Ungverjans, Rea Barnabás.

Jóhannes Björgvin hefur einungis leikið þrjá leiki með Stjörnunni í vetur, en hann skoraði í þeim leikjum níu mörk úr níu skotum.

Umræðuna má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top