Sagður vera á leið til GOG frá Magdeburg
Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP

Manuel Zehnder (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP

Svissneski landsliðsmaðurinn og leikmaður Magdeburg síðustu tvö tímabil, Manuel Zehnder er sagður vera á leið til GOG í Danmörku næsta sumar.

Zehnder sem er fæddur árið 1999 hefur leikið í Þýskalandi frá árinu 2022.

Orðrómur hefur verið um það síðustu daga að Zehnder hafi nú þegar samið við danska félagið en hlutverk leikmannsins hefur ekki verið stórt hjá þýska stórliðinu sem varð Evrópumeistari síðasta sumar.

Zehnder gekk í raðir Magdeburg sumarið 2024 eftir að hafa leikið með Erlangen og síðan á láni hjá Eisenach.

Hann á að baki 22 landsleiki fyrir Sviss og það gæti orðið athyglisverð skipti, taki hann þá ákvörðun að flytjast til Danmörkur og ganga í raðir GOG.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top