Kominn með lyklana að sóknarleik Fram
Fram)

Viktor Sigurðsson (Fram)

HK tók á móti Fram í Olís deild karla á laugardaginn og fóru fram með öruggan 11 marka sigur af hólmi, 29-40.

Sögulína leiksins var innkoma Viktors Sigurðssonar sem gekk til liðs við Fram vikunni á undan og skoraði 9 mörk og gaf 9 stoðsendingar í leikum og var að sjálfsögðu valinn Cell Tech leikmaður umferðinnar í Handkastinu.

,,Þetta heitir að stimpla sig inn af krafti, með trukki og dýfu" sagði Davíð Már Kristinsson sérfræðingur Handkastsins í þætti vikunnar.

Ásgeir Gunnarsson telur líklegt að ansi margir Valsarar séu núna að klóra sér í hausnum yfir því að hafa látið Viktor fara. ,,Það fer honum vel þessi litur, hann fittar vel inn í þennan hóp og honum eru bara réttir lyklarnir að sókninni og allt í einu Frammararnir farnir að líta allt allt öðruvísi út."

Styrmir Sigurðssonar þáttastjórnandi Handkastsins tók undir þessu orð og sagði að Fram væri allt í einu komið úr baráttu um sæti í úrslitakeppnina í að lið í deildinni þyrftu að fara að taka þá alvarlega.

Ásgeiri finnst einnig ótrúlegt að svona sala geti átt sér stað eins og ekkert sé eðlilegra og tekur Styrmir undir það að þær upphæðir sem hafi verið nefndar séu lágar ef hann kemur þeim til dæmis í Final 4, þá verði hann fljótur að borga sig upp.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top