Rekinn fyrir að gera grín að Camillu Herrem
Instagram / Handballfoto)

Camilla Herrem (Instagram / Handballfoto)

Hin 39 ára gamla Camilla Herrem er byrjuð að leika handbolta á nýjan leik þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum lyfjameðferð vegna brjóstakrabbameins í sumar. Hún leikur nú í heimalandi sínu, Noregi fyrir Sola.

Fyrir rúmlega viku síðan lék Sola gegn norska liðinu Gjerpen í norsku úrvalsdeildinni þar sem Herrem var heiðruð eftir leik í tilefni af "Rosa sløyfe" sem er alþjóðlegt átak sem miðar að því að auka vitund um brjóstakrabbamein, styðja við rannsóknir og hvetja til snemmbærrar greiningar og forvarna. Líkt og bleika slaufan hér á landi.

Sá sem stal fyrirsögnunum hinsvegar eftir leikinn var vallarþulurinn, Tim Gulliksen sem sagði heldur ósmekklegan brandara eða ef brandara skal kalla á meðan Herrem var heiðruð með blómvendi en á meðal þess sem hann sagði var „það þarf ekki einu sinni hárblásara fyrir hárið“.

Gjerpen baðst afsökunar á atvikinu og Steffen Stegavik, þjálfari Sola og kærasti Herrem, sagði málinu lokið í kjölfarið. ,,Athugasemdin sem kom fram var bæði dónaleg og óásættanleg og á engan hátt í samræmi við gildi eða viðhorf Gjerpen HK," segir í fréttatilkynningunni frá félaginu.

Nú hefur Gjerpen ákveðið að reka vallarþulinn, Tom Gulliksen eftir ummæli hans um Camillu Herrem. Telemarksavisa greindi fyrst frá málinu.

Stjórn Gjerpen ákvað í gærkvöldi að Gulliksen yrði ekki áfram vallarþulur hjá félaginu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top