Þrír þjálfað Kiel í 33 tímabil
Swen Pförtner / dpa Picture-Alliance via AFP)

Alfreð Gíslason (Swen Pförtner / dpa Picture-Alliance via AFP)

Í síðustu viku gaf þýska stórliðið THW Kiel það út að Filip Jicha þjálfari liðsins hafi framlengt samningi sínum við félagið til ársins 2028. Jicha tók við liðinu sumarið 2019 af Alfreði Gíslasyni.

Ótrúleg samfella hefur verið hjá Kiel í þjálfaramálum allt frá árinu 1993 eða á síðustu 33 tímabilum hafa einungis þrír þjálfarar starfað hjá liðinu. Sú staðreynd er með ólíkindum.

Þetta hófst allt sumarið 1993 þegar Noka Serdarusic tók við liði Kiel og þjálfaði liðið allt til ársins 2008 þegar Alfreð Gíslason tók við liðinu. Alfreð stýrði liði Kiel frá tímabilinu 2008/2009 til ársins 2019.

Þá tók Filip Jicha við liðinu og hefur stýrt liðinu allt frá þeim tíma. Nú hefur hann framlengt samningi sínum við Kiel til ársins 2028. Verði Filip Jicha þjálfari Kiel allt til ársins 2028 þá verða liðin 35 ár frá því að Noka Serdarusic tók við liði Kiel.

Margir bjuggust við því að þetta yrði síðasta tímabil Jicha með lið Kiel sem hefur átt erfitt uppdráttar heimafyrir síðustu tímabil en nú hafa yfirmenn Jicha þaggað þá umræðu niður með nýjum samningi.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top