Hægri skytta kemur og hægri skytta kveður
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Lukas Sandell (Kadir Caliskan / Middle East Images via AFP)

Ungverska stórliðið, Pick Szeged tilkynnti í dag að sænski landsliðsmaðurinn, Lukas Sandell gangi í raðir félagsins næsta sumar. 

Þar með er ljóst að Sandell fer aftur til Ungverjalands eftir árs dvöl hjá Rhein Neckar Lowen en hann lék með erkifjéndunum í Veszprém frá 2023-2025.

Sandell verður þar með þriðji sænski landsliðsmaðurinn sem leikur með Pick Szeged því Tobias Thulin og Jim Gotffridsson leika með félaginu.

Á sama tíma var tilkynnt að Spánverjinn Imanol Garciandia gangi í raðir franska félagsins Nantes næsta sumar frá Pick Szeged. Garciandia hefur leikið með Pick Szeged frá árinu 2021 en þar áður lék hann eitt tímabil með PAUC Aix í frönsku deildinni. Nú er ljóst að hann snýr aftur til Frakklands.

Garciandia gerir samning við Nantes til ársins 2029. Hann á að baki 66 landsleiki fyrir Spán en hann er fæddur árið 1995.

Ljóst er að einhverjar breytingar verða á liði Pick Szeged næsta sumar því landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason yfirgefur félagið og gengur í raðir Barcelona.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top