Ísland U19 (IHF)
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri lék fyrri æfingaleik sinn af tveimur gegn Grænlandi í Safamýrinni í kvöld. Seinni æfingaleikur þjóðanna fer fram á laugardaginn klukkan 13:30. Íslenska liðið sem stýrt er af þeim Ágústi Jóhannssyni og Maksim Akabachev unnu leikinn 30-24 eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik 15-11. Það voru gestirnir frá Grænlandi sem skoruðu fyrsta mark leiksins en eftir það var íslenska liðið með forystu allan leikinn. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum munaði enn fjórum mörkum á liðunum en mest náði Ísland sjö marka forystu. Það fór svo að Ísland vann leikinn með sex mörkum eins og fyrr segir 30-24. Markahæstur í liði Íslands var Baldur Fritz Bjarnason sem skoraði fimm mörk. Andri Erlingsson og Bernard Kristján Darkoh skoruðu fjögur mörk hvor. Leó Halldórsson, Garðar Ingi Sindrason, Daníel Montoro, Ágúst Guðmundsson og Jökull Blöndal Björnsson skoruðu allir þjrú mörk hver. Ingvar Dagur Gunnarsson og Haukur Guðmundsson skoruðu eitt mörk hvor. Í marki Íslands var Sigurjón Bragi Atlason skráður með fimm varða bolta og Jens Sigurðarson var skráður með fjögur skot varin. Eins og fyrr segir, þá mætast þessi sömu lið aftur á laugardaginn klukkan 13:30 en gera má ráð fyrir því að þjálfarateymið geri breytingar á leikmannahópnum en stærri hópur var valinn í æfingaverkefnið sem liðið er í.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.