Germany - Iceland (DANIEL KARMANN / dpa Picture-Alliance via AFP)
Íslenska landsliðið mætti því þýska í gær og þurfti að bíta í það súra epli að tapa leiknum 42-31. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari meistaraflokks karla í Víking og Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður á RÚV mættu í Handkastið til Styrmis Sigurðssonar í morgun til að gera upp leikinn. Það er óhætt að segja að nánast hvar sem litið var í íslenska liðinu að menn hafi verið að spila illa og leikmenn virtust andlausir. Aðalsteinn Eyjólfsson velti því upp hvort leikmenn íslenska landsliðsins væru hreinlega í comfort zone-i. ,,Munurinn á þessum þjóðum er að breiddin í þýska liðinu er ógurleg og ef þú stendur þig ekki í svona æfingarleikjum þá ert þú bara tekinn af lífi í þýsku pressunni og næsti maður fær tækifæri." ,,Nú er þessi hópurinn búinn að spila og það er afskaplega lítil nýliðun, Aron er að detta út og Bjarki ekki með núna en menn eru nokkuð vissir, þessi 13-14 manna kjarni veit alveg að hann er að fara að spila næsta stórmót alveg sama hvað er og erum við komnir í eitthverskonar comfort zone?" spurði Aðalsteinn. Styrmir velti því þá upp hvort breiddin væri til staðar hjá landsliðinu og nefndi leikmenn utan hóps eins og Andra Má Rúnarsson og Blæ Hinriksson sem hafa verið að standa sig vel í þýsku úrvalsdeildinni. Aðalsteinn velti því þá fyrir sér hvort kæmi á undan, eggið eða hænan. ,,Menn þurfa að fá tækifæri með landsliðinu til að geta vaxið inn í það og auðvitað vantar fleiri verkefni þar sem við getum verið að gefa mönnum tækifæri á landsliðssviðinu." Einar Örn tók undir það að það þyrfti fleiri verkefni svo okkar efnilegustu menn gætu runnið á rassgatið og lært af því. Undankeppni stórmótanna er kannski ekki vettvangurinn til þess að prófa mikið af nýjunum en þessir leikir við Þýskaland er frábært vettvangur til þess bætti Einar við.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.