Kristófer Máni Jónasson ((Baldur Þorgilsson)
Hægri hornamaðurinn, Kristófer Máni Jónasson, hefur skrifað undir samning við FH sem gildir fram á sumar 2027. FH tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum nú rétt i þessu. Kristófer Máni gengur í raðir FH frá Val. ,,Kristófer Máni er, eins og við FH-ingar vitum, af miklum FH-ættum og snýr nú aftur í heimahagana enda hóf hann yngri flokka feril sinn hjá FH," segir í tilkynningunni frá FH en Kristófer Máni fór ungur til Hauka og lék fyrstu meistaraflokks leiki sína með Haukum. Kristófer Máni sem 23 ára gamall á að baki fjölda landsleikja með yngri landsliðum Íslands og var m.a. valinn í lið mótsins þegar Ísland vann bronsverðlaun á HM U21 árið 2023. Hann var á sínu öðru tímabili með Val en tækifæri hans á þessu tímabili hafa ekki verið mikil þar sem Daníel Montoro hefur átt glimrandi tímabil. Þá var einnig ljóst að tækifærin yrðu ekki meiri eftir komu Arnórs Snæs Óskarssonar sem gekk í raðir Vals í dag frá norska félaginu Kolstad.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.