Ævar Smári Gunnarsson (Raggi Óla)
Afturelding hafði betur gegn Stjörnunni í 8.umferð Olís-deildar karla í síðustu viku eftir tvo tapleiki í röð í deildinni. Með sigrinum fór Afturelding aftur upp í topp sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Haukar. Í Handboltahöllinni sem sýnd er öll mánudagskvöld í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans var farið yfir frammistöðu Ævars Smára Gunnarssonar og Kristjáns Ottós Hjálmssonar línumanns Aftureldingar. Þar var meðal annars sýnd nokkrar neglur frá Ævari Smári utan af velli.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.