Alfreð Gísla missir leikmann í meiðsli
Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Nils Lichtlein - Fuchse Berlín (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Í gær var greint frá því að Andri Már Rúnarsson hafi verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands vegna meiðsla Hauks Þrastarsonar. En það er ekki einungis Snorri Steinn sem missir leikmenn í meiðsli fyrir seinni æfingaleik Íslands gegn Þýskalandi á morgun.

Alfreð Gíslason þjálfari Þjóðverja hefur nefnilega misst hægri hornamanninn, Nils Lichtlein í meiðsli og verður hann ekki með þýska liðinu í leiknum á morgun sem fram fer í SAP Garden höllinni í München.

Lichtlein meiddist í viðureign þjóðanna á fimmtudagskvöldið þar sem Þýskaland hafði betur 42-31. Samkvæmt þýskum miðlum hyggst Alfreð Gíslason ekki kalla inn nýjan leikmann fyrir leikinn á morgun og verður því einungis með 15 leikmenn á skýrslu.

Fyrr í vikunni þurfti Justus Fischer línumaður Hannover-Burgdorf að draga sig úr hópnum vegna veikinda.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top