Nils Lichtlein - Fuchse Berlín (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)
Í gær var greint frá því að Andri Már Rúnarsson hafi verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands vegna meiðsla Hauks Þrastarsonar. En það er ekki einungis Snorri Steinn sem missir leikmenn í meiðsli fyrir seinni æfingaleik Íslands gegn Þýskalandi á morgun. Alfreð Gíslason þjálfari Þjóðverja hefur nefnilega misst hægri hornamanninn, Nils Lichtlein í meiðsli og verður hann ekki með þýska liðinu í leiknum á morgun sem fram fer í SAP Garden höllinni í München. Lichtlein meiddist í viðureign þjóðanna á fimmtudagskvöldið þar sem Þýskaland hafði betur 42-31. Samkvæmt þýskum miðlum hyggst Alfreð Gíslason ekki kalla inn nýjan leikmann fyrir leikinn á morgun og verður því einungis með 15 leikmenn á skýrslu. Fyrr í vikunni þurfti Justus Fischer línumaður Hannover-Burgdorf að draga sig úr hópnum vegna veikinda.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.