Hákon Daði Styrmisson (Photo by Swen Pförtner / dpa Picture-Alliance via AFP)
Hákon Daði Styrmisson vinstri hornamaður Hagen í Þýskalandi er á heimleið af persónulegum aðstæðum samkvæmt heimildum Handkastsins. Samkvæmt sömu heimildum hefur Hákon Daði verið í viðræðum við Valsmenn um ganga til liðs við þá í janúar. Þá hefur hann einnig verið í viðræðum við sitt uppeldisfélag ÍBV. Hákon Daði gekk til liðs við Gummersbach vorið 2021 og hefur leikið í Þýskalandi síðan þá nú síðast með Hagen í 1.deildinni. Handkastið mun fylgjast með framvindu þessa máls og færa lesendum frekari upplýsingar þegar þær liggja fyrir.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.