Hákon Daði á heimleið – Semur hann við Val?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hákon Daði Styrmisson (Photo by Swen Pförtner / dpa Picture-Alliance via AFP)

Hákon Daði Styrmisson vinstri hornamaður Hagen í Þýskalandi er á heimleið af persónulegum aðstæðum samkvæmt heimildum Handkastsins.

Samkvæmt sömu heimildum hefur Hákon Daði verið í viðræðum við Valsmenn um ganga til liðs við þá í janúar. Þá hefur hann einnig verið í viðræðum við sitt uppeldisfélag ÍBV.

Hákon Daði gekk til liðs við Gummersbach vorið 2021 og hefur leikið í Þýskalandi síðan þá nú síðast með Hagen í 1.deildinni.

Handkastið mun fylgjast með framvindu þessa máls og færa lesendum frekari upplýsingar þegar þær liggja fyrir.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 46
Scroll to Top