Haukur ekki tognaður – Skynsemi að taka enga sénsa
Tom Weller / AFP)

Haukur Þrastarson (Tom Weller / AFP)

Andri Már Rúnarsson var kallaður inn í landsliðshóp Íslands á föstudaginn fyrir seinni æfingaleik liðsins gegn Þjóðverjum sem fram fer í Munchen á sunnudaginn.

Andri Már kemur inn í hópinn eftir að Haukur Þrastarson hafi meiðst í æfingaleiknum gegn Þjóðverjum á fimmtudaginn.

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari landsliðsins staðfesti í samtali við Handkastið að Haukur væri ekki tognaður aftan í læri.

,,Við skulum ekki segja tognun en við tókum þá ákvörðun að kalla inn nýjan leikmann. Haukur stífnaði upp og það var meira við teymið sem tókum þá ákvörðun með hag allra að leiðarljósi,” sagði Snorri og bætti við að ef Haukur myndi togna aftan í læri þá væri þátttaka hans á EM í hættu og benti til að mynda á að Arnar Freyr Arnarsson tognaði í aðdraganda HM í janúar og var lengi frá.

,,Haukur var alveg opinn fyrir því að láta reyna á þetta en mér fannst það ekki skynsamlegt á þessari stundu,” sagði Snorri í samtali við Handkastið.

Þýskaland og Ísland mætast í seinni æfingaleik þjóðanna á morgun klukkan 16:30 og verður leikurinn sýndur í beinni á RÚV.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top