Alfreð er að byggja upp gífurlega sterkt lið

Germany - Iceland (

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari meistaraflokks karla í Víking og Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður á RÚV mættu í Handkastið til Styrmis Sigurðssonar á föstudagsmorgun til að gera upp leikinn.

Þjóðverjar litlu frábærlega út gegn okkur og unnu leikinn sannfærandi 42-31 og léku á alls oddi undir stjórn Alferðs Gíslasonar á hliðarlínunni. Þjóðirnar mætast aftur í dag klukkan 16:30 og verður leikurinn í beinni á RÚV.

Aðalsteinn var virkilega hrifinn af því hvernig Alferð Gíslason hefur byggt þetta þýska lið upp á undanförnum árum. ,,Ég ætla að byrja á því að biðjast afsökunar á því að gagnrýna goðsögnina, Alferð Gíslason, því ég var ekkert rosalega hrifinn af því hvernig Kiel spilaði undir hans stjórn á síðasta tímabilinu hans þar."

Þýska liðið er farið að spila mjög skemmtilegan handbolta og varnarleikur liðsins er orðinn vel upp settur og skýr og það hjálpar að vera með Andreas Wolff í markinu sem ver eins og skepna. ,,Það var sett stefna í kringum 2012 þar sem bestu leikmenn í heimi voru allir að spila í Þýskalandi og mikið kvartað yfir því að ungir þýskir leikmenn fengu ekki tækifæri."

Styrmir velti því þá fyrir sér hvort Alferð Gíslason væri að fara að keppa til verðlauna á Evrópumótinu í janúar með þýska landsliðið. Aðalsteinn var ekki alveg viss um hvort þeir væru komnir á þann stað að velta Dönunm úr sessi ,,Þýskaland er núna komið með komplet lið, þeir eru komnir með rosalega marga leikmenn sem eru komnir í stóru klúbbana og Alferð hefur verið að undirbúa þetta lið á síðasta stórmóti og ég tel að þeir séu komnir á sama stað og þjóðirnar fyrir neðan í sætum 2-6 sem eru að keppast við Dani."

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top