Ísland (Frank Hoermann/SVEN SIMON / SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)
Ísland mætti Þýskalandi í seinni æfingaleik þjóðanna í Munchen í dag. Um var að ræða seinni leik þjóðanna en liðin mættust einnig á fimmtudagskvöldið. Það var allt annað íslenskt lið sem mætti til leiks í dag frá leiknum á fimmtudag en íslenska liðið var með undirtökin allan leikinn og unnu að lokum tveggja marka sigur 31-29. Sjá einnig: Allt annað upp á teningnum í dag - Sigur á Þjóðverjum Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Handkastsins úr leiknum. Viktor Gísli Hallgrímsson - 6 Björgvin Páll Gústavsson - 8 Orri Freyr Þorkelsson - 7 Elvar Örn Jónsson - 7 Gísli Þorgeir Kristjánsson - 8 Ómar Ingi Magnússon - 5 Óðinn Þór Ríkharðsson - 9 Stiven Tobar Valencia - 7 Viggó Kristjánsson - 3 Ýmir Örn Gíslason - 6 Elliði Snær Viðarsson - 5 Arnar Freyr Arnarsson - 6 Þorsteinn Leó Gunnarsson - 8 Einar Þorsteinn Ólafsson - (Spilaði ekkert) Teitur Örn Einarsson - (Spilaði ekkert) Andri Már Rúnarsson - (Spilaði ekkert) 10 - Óaðfinnanleg frammistaða 9 - Frábær frammistaða 8 - Mjög góður 7 - Góður 6 - Ágætur 5 - Þokkalegur 4 - Lélegur 3 - Mjög lélegur 2 - Arfa slakur 1 - Óboðleg frammistaða
Byrjaði óvænt á bekknum. Varði ágætlega í byrjun seinni hálfleiks.
Byrjaði leikinn og stimplaði sig snemma til leiks. Tryggði sér sennilega í EM hópinn með þessari frammistöðu. Sjö varðir boltar og stoðsendingar sem gáfu auðveld mörk.
Þrjú mörk úr fjórum skotum. Flott frammistaða.
Mætti áræðinn til leiks og skilaði þremur mörkum. Töluvert betri varnarframmistaða en í síðasta leik.
Stýrði leik liðsins af miðjunni lengst af í leiknum. Fimm mörk, þrjú fiskuð víti og fjórar stoðsendingar.
Eitt mark úr opnum leik en það var mikilvægt. Þurfum miklu miklu miklu meira frá fyrirliðanum. Ekkert spes varnarlega.
Átta mörk úr átta skotum. Frábær. Einstakur. Geggjaður.
Flott innkoma. 2 mörk úr 2 skotum og fiskaður ruðningur.
Erfiður dagur á skrifstofunni hjá Viggó. Eitt mark úr sex skotum og það kom úr vítakasti.
Töluvert betri varnarlega en í síðasta leik.
Fann sig ekki almennilega í leiknum. Virðist vera í vandræðum í sóknarleik íslenska liðsins. Vantar betra hlutverk þar.
Nýtti færin sín tvö vel. Gæti fengið stærra hlutverk sóknarlega.
Flott innkoma bæði varnar og sóknarlega. Spilaði nánast allan seinni hálfleikinn og kom með þennan auka faktor inn í sóknarleik liðsins sem við höfum beðið eftir.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.