Bjarni Fritzson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Valur og ÍR mættust í 8.umferð Olís-deildar karla í síðustu viku þar sem ÍR-ingar voru nálægt því að ná í stig gegn Val. Valur vann leikinn með minnsta mun eftir að hafa náð góðu forskoti um miðbik seinni hálfleiks. ÍR-ingar voru ósáttir með dómgæsluna undir lok leiks en Baldur Fritz Bjarnason fékk meðal annars að líta rauða spjaldið fyrir að slá til Þorvaldar Arnar Þorvaldssonar línumanns Vals. Eftir leik strunsaði Bjarni Fritzson beint inn í klefa og þakkaði hvorki kóng né prest fyrir leikinn. Atvikin voru tekin fyrir í Handboltahöllinni á mánudagskvöldið.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.